Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 18:00

Opna bandaríska 2017: Jon Rahm fær æðiskast – 6 af 10 bestu kylfingum heims komust ekki g. niðurskurð

Sex af tíu bestu kylfingum heims komust ekki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska.

Einn þeirra er spænski kylfingurinn Jon Rahm, (nr. 10 á heimslistanum), sem fékk æðiskast þegar hann uppgötvaði að hann kæmist ekki í gegn.

Hinir voru: nr. 1 Dustin Johnson, nr. 2 Rory McIlroy, nr. 3 Jason Day, nr. 6 Henrik Stenson, nr. 8 Alex Noren,

Rahm vissi að hann yrði að spila vel á 2. hring, eftir slælegan 1. hring upp á 76 högg.

Hann lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) – en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari eða betur.

Rahm var talinn einn af líklegustu sigurvegurunum f. Opna bandaríska risamótið …. en ljóst orðið nú að hann spilar ekki til sigurs að þessu sinni.