Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 10:25

Opna bandaríska 2017: Golfáhangendur sjá loftbelg falla til jarðar – Myndskeið

Auglýsingaloftbelgur, sem sveif yfir Erin Hills golfstaðnum í gær á 1. mótsdegi 117. Opna bandaríska, féll af himnum ofan.

Golfáhangendur urðu vitni að atburðinum þegar kviknaði í belgnum.

Flugmaðurinn, sem hlaut brunasár var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.

Einn golfáhangandi sem var að fylgjast með Opna bandaríska tók meðfylgjandi myndskeið af loftbelgnum, þegar hann fellur niður.

Sjá með því að SMELLA HÉR: