Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 23:59

Opna bandaríska 2017: Fowler í forystu – Hápunktar 1. dags

Það er Rickie Fowler sem er efstur eftir 1. dag á Opna bandaríska risamótinu og því að standa sig best í karganum á Erin Hills í Wisconsin, þar sem mótið fer fram.

Hann lék 1. hring á stórglæsilegum 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti eru bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele og enski kylfingurinn Paul Casey, báðir 1 höggi á eftir Fowler, á 6 undir pari, 66 höggum.

Af áhugamönnunum er bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler að standa sig best en hann er T-11 á 3 undir pari, 69 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum og hinn nýbakaði faðir, Dustin Johnson er T-102, á 3 yfir pari, 75 höggum og nr. 2 á heimslistanum, hinn nýkvænti Rory McIlroy er meðal neðstu kylfinga T-143 á 6 yfir pari, 78 júmbóhöggum.  Báðir væntanlega með hugann einhvers staðar annarsstaðar.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags Opna bandaríska 2017 með því að SMELLA HÉR: