Opna bandaríska 2017: E kólí baktería finnst í drykkjarvatni Erin Hills
Skipuleggjendur Opna bandaríska 2017 urðu fyrir enn einu áfallinu í gær þegar uppgötvaðist E kólí baktería í drykkjarvatni á Erin Hills.
Enn hafa engir greinst veikir eftir neyzlu vatnsins; eftir að hafa drukkið úr drykkjarbrunni á golfvellinum, þar sem 2. risamót ársins fer fram, en lokað var fyrir brunninn í gær, fimmtudagsmorgun.
Bandaríska golfsambandið (USGA) sem stendur fyrir mótinu sagði í yfirlýsingu, sem það sendi frá sér: „Ráðuneyti heilbrigðismála í Washington Ozaukee greindi USGA frá því að greinst hefði E kólí baktería í sýni sem tekið var úr drykkjarbrunni nálægt 12. holunni við Erin Hills golfvöllinn.“
„Vatnsleiðslan að drykkjarbrunninum var tekin úr sambandi þá þegar og gestum fengið vatn í flöskum, meðan beðið var eftir fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á vantinu, sem ráðuneyti heilbrigðismála stóð fyrir.“
„Öryggi gesta okkar er í gríðarmikilvægt bandaríska golfsambandinu. Af varúðarástæðum munum við bjóða öllum gestum upp á vatnsflösku við alla 4 drykkjarbrunna golfvallarins meðan á risamótinu stendur.“
E kólí bakteria veldur mismunandi tegundum sjúkdóma, oftast ógleði og niðurgangi en afleiðingarnar geta verið jafnvel enn alvarlegri.
Bandaríska golfsambandið hefir orðið fyrir víðtækri gagnrýni frá áhorfendum og leikmönnum vegna röð atvika nú nýlega.
T.a.m. mætti geta óánægju hjá atvinnukylfingnum Kevin Na og fleirum, með háttog þétt röffið á Erin Hills; þó enn aðrir eins og Rory McIlroy hafi verið á öndverðri skoðun, þar til hann lenti sjálfur illyrmislega í karganum á 1. hring og er nú meðal neðstu kylfinga í mótinu.
Ekki var uppselt á risamótið á Erin Hills fyrirfram, sem þykir óvanalegt þar vestra, en skýrist vegna fjölmargra þátta sem upp hafa komið bæði á vellinum og við hann.
Sem dæmi þess síðarnefnda mætt geta að á 1. hring risamótsins í gær kviknaði í auglýsingaloftbelg sem sveif yfir Erin Hills – en var alls óviðkomandi USGA – hann datt af himnum ofan og flytja varð flugmanninn á spítala til aðhlynningar á brunasárum, sem hann hlaut.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
