Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 07:45

Opna bandaríska 2017: Annað risamót ársins hefst í dag

Annað risamót ársins í karlagolfinu hefst í dag í Erin Hills, Wisconsin.

Þetta er í 117. skiptið sem Opna bandaríska fer fram.

Mikið hefir verið fjallað í fréttamiðlum um það hér undanfarið hversu erfiðar keppnisaðstæður eru s.s. oft er á þessu erfiðasta allra hinna 4 risamóta.

Mikið hefir verið gagnrýnt hversu hár karginn er; en hann hefir nú verið sleginn, að hluta; glompurnar djúpar og völlurinn opinn fyrir vinda, sem áhrif hefir að leik keppenda.

Allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks á Erin Hills og nægir þar að nefna nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson og nr. 2, Rory McIlory.

Fylgjast má með gangi mála á skortöflu, á Opna bandaríska, seinna í kvöld með því að SMELLA HÉR: