Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 22:00

Opna bandaríska 2017: Adam Scott telur að það sé hægt að týna kaddýnum í þykka röffinu á Erin Hills

Öfugt við þá sem kvarta og kveina yfir þykka röffinu í Erin Hills, þar sem 117. Opna bandaríska fer fram nú í vikunni, þá sér ástralski kylfingurinn Adam Scott spaugilegu hliðina á þessu.

Hann sagði m.a. brosandi á blaðamannafundi að röffið væri svo þykkt í Erin Hills, að það væri auðveldlega hægt að týna kaddýnum sínum þar.

1-a-a-a-a-a-a-Erin

Erin Hills er þar að auki svo gríðarlega stór völlur um 7000 metra og landsvæðið þar um kring, að auðveldlega gætu rúmast 3 golfvellir þar.

Landið er hins vegar allt fremur bert og opið þannig að vindar gætu gert mörgum kylfingnum skráveifu í mótinu.

 

Völlurinn er um 40 mínútna akstursleið frá Milwaukee í Wisconsin og í algjöru landbúnaðarhéraði.

Scott kom til Erin Hills á mánudaginn og hefir verið við æfingar þar síðan eftir að hafa orðið T-10 á FedEx St. Jude Classic í Memphis, Tennessee.