Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 12:00

Opna bandaríska 2016: Stenson dregur sig úr móti

Oakmont golfvöllurinn í Pennsylvaníu leikur ýmsa grátt. Síðasta fórnarlambið er Henrik Stenson, nr. 7 á heimslistanum.

Honum gekk ágætlega s.l. fimmtudag, lék á 69 höggum.

En hins vegar gekk verr í gær.  Stenson var á 10 yfir pari eftir 16 holur þegar hringnum var frestað vegna myrkurs.

Og hvað gerir Stenson? Hann bara dró sig úr mótinu. Nennti hann ekki að spila tvær í dag… og komast svo ekki gegnum niðurskurð?

Ýmsir voru á því að skapið hefði hlaupið í gönur á skaphundinum Stenson, því hann gaf ekki upp neinar ástæður þess að hann dró sig úr móti….

…. ekki fyrr en seint og síðar meir þá tvítaði Stenson  eftirfarandi á félagsmiðlunum:

Minor neck and knee issues, nothing Major! Hope to be back in action next week! H“ (Lausleg þýðing: „Minniháttar háls og hné erfiðleikar, ekkert meiriháttar! Vonast til þess að verða aftur við keppni í næstu viku! H„)