Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 06:45

Opna bandaríska 2016: DJ og Landry efstir e. 2. dag – ekki tókst að ljúka 2. hring!

Það er DJ m.ö.o. Dustin Johnson sem er efstur e. 2. dag Opna bandaríska, sem fram fer á Oakmont vellinum í Pennsylvaníu.

DJ hefir leikið á samtals 4 undir pari (67 69).

Mörgum tókst ekki að ljúka leik á 2. hring; t.a.m. er forystumaður 1. dags Andrew Landry ekki einu sinni farinn út, en reynt verður að ljúka 2. hring snemma í dag. Landry deilir samt engu að síður 1. sæti með DJ á 4 undir pari.

Einn í 3. sæti er Lee Westwood (Westy) á 3 undir pari en hann er líkt og Landry ekki einu sinni farinn út.

Þeir DJ, Westy og Sergio Garcia, sem deilir 4. sæti ásamt þeim Scott Piercy og Shane Lowry á 2 undir pari, eru allir að reyna að sigra á 1. risamóti þeirra.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska 2016 með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá the Takeaway með hápunktum 2. dags á Opna bandaríska 2016 SMELLIÐ HÉR: