Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 08:30

Opna ástralska: Senden í 1. sæti – Tiger í 8. sæti með hring upp á 75 eftir 3. dag

John Senden átti sannkallaðan draumahring í gær á The Lakes, 63 högg og skaust við það upp í 1. sætið. Á hringnum sem var skollalaus fékk Senden 7 fugla og glæsilegan örn á par-4, 6. brautinni. Samtals er Senden búinn að spila á 204 höggum (70 71 63), samtals

Jason Day er í 2. sæti 1 höggi á eftir landa sínum og landi hans Greg Chalmers er í 3. sæti, 2 höggum á eftir John Senden.

Nick-arnir tveir, Bandaríkjamaðurinn Watney og Ástralinn O´Hearn deila síðan 4. sætinu 3 höggum á eftir John Senden á -9 undir pari.  Í 6. sæti eru Ástralarnir Jarrod Lyle og Ryan Haller, báðir á samtals  208 höggum hvor, þ.e. samtals -8 undir pari.

Tiger datt úr 1. sætinu niður í það 8. sem hann deilir með Bubba Watson

Tiger hins vegar átti afleitan hring 75 högg. Á skorkorti hans voru aðeins 2 fuglar, en hins vegar 5 skollar. Samtals er hann á 210 höggum (68 67 75) og er því 7 höggum á eftir forystunni, sem er bil sem erfitt verður að vinna upp lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Hann deilir 8. sætinu með Bubba Watson, en báðir eru á samtals 210 höggum hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska eftir 3. dag smellið HÉR: