Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 12:00

Opna ástralska: John Daly farinn heim eftir að hann sló 6 bolta í vatn á 11. braut á The Lakes

Bandaríski kylfingurinn John Daly hefir með sneypulegum hætti hætt keppni á Opna ástralska. Hann gekk af vellinum eftir að hafa spilað litlu meira en 1/2 hring.

Tvöfaldur rismótsvinningshafi hætti bara eftir að hann sló 6 bolta í vatnið af 11. teig á The Lakes Golf Club.

Bandaríkjamaðurinn (John Daly) tók í höndina á spilafélaga sínum Craig Parry áður en hann yfirgaf völlinn.

 

„The King has left the Course"

„Þetta er í síðasta sinn sem við sjáum John Daly í þessu móti,“ sagði framkvæmdastjóri mótsins, Trevor Herden.

Brian Thorburn aðalframkvæmdastjóri Australian PGA sagði: „Ég er ákaflega bitur og hef orðið fyrir vonbrigðum. Þetta er að verða að vana (hjá Daly).“

John Daly, 45 ára, gekk líka úr móti á 2. hring Opna ástralska í Atzenbrugg s.l. september eftir reglubrot. Á fyrri mótum Opna ástralska t.a.m. 2008 braut hann myndvél áhorfanda.

Núna á Opna ástralska 2011 fékk hann 2 högg í víti á 10. holu vegna þess að hann sló rangan bolta úr sandglompu, þannig að hann var kominn +7 yfir par þegar komið var á 11. teig.

Daly tweetaði síðar:„Þegar maður á ekki eftir neina bolta, þá á maður ekki eftir neina bolta. Já, ég tók í höndina á spilafélaga mínum og skrifaði undir kortið mitt hjá dómara.“

En Herden sagði það að verða uppiskroppa með golfbolta væri engin afsökun fyrir að hætta á miðjum hring.

Hann bætti við:„Ef maður verður uppiskroppa með golfbolta og hegðar sér eins og atvinnumaður þá ætti að kalla til vallarstarfsmenn, sem myndu koma með varabirgðir (af boltum).“

Daly, sem uppnefndur er „The Wild Thing“, heldur áfram að fá boð á mót allsstaðar í heiminum þrátt fyrir að hann hafi ekki unnið neitt mót síðan 2004.

Högglangi Bandaríkjamaðurinn (Daly) sigraði á US PGA Championship 1991 í Carmel, Indiana eftir að hann komst að því, aðeins degi fyrir mótið, að hann fengi að vera með.

John Daly er litskrúðugur kylfingur!

Hann vann Opna breska 1995 og hefir ekki vantað í fyrirsögnum golffrétta síðan – Þar hefir hann verið fastagestur, jafnt fyrir baráttu sína við áfengisvandann, veðmálafíkn og vandræði í samskiptum við hitt kynið sem og vegna slæms gengis eða allskyns uppákoma úti á golfvellinum.

PGA í Ástralíu sagði að það hefði dregið tilbaka boð John Daly um að spila 24.-27. nóvember í Australian PGA Championship í Coolum og sagði hann myndi ekki fá greitt fyrir mætingu í bæði mótin.

„PGA þarfnast ekki þessháttar hegðunar, sem setur blett á árangur annarra leikmanna og orðspor keppni okkar. John er ekki velkominn til Coolum,“ sagði aðalframkvæmdastjóri Australian PGA, Brian Thorburn.

Heimild: BBC Sports.