Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Opið afsökunarbréf Tom Watson

Golf 1 greindi frá frétt ESPN.com í gær þar sem sagði frá óánægju liðsmanna Ryder bikars tapliðs Bandaríkjanna með fyrirliða sinn Tom Watson. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hann á m.a. að hafa gert lítið úr andstæðingum þeirra í evrópska liðinu, skammað þá fyrir lélegan leik og hafa allt að því virt að vettugi gjöf sem þeir gáfu honum. Viðbrögð sumra leikmanna voru sterkari en annarra m.a. Phil Mickelson, sem gagnrýndi Tom Watson í kjölfarið.

Tom Watson hefir nú sent frá sér eftirfarandi opinbert afsökunarbréf:

Til að bregðast við  nýlegri umfjöllun um Ryder bikars tap okkar, vildi ég gera nokkrar athugasemdir.

Fyrst, ég tek fulla ábyrgð á samskiptum mínum, og ég iðrast að orð mín kunna að hafa fengið leikmennina til að finnst að ég kynni ekki að meta skuldbindingu þeirra í  að vinna Ryder bikarinn.. Fyrirætlanir mínar sem fyrirliða voru allan tíma bæði að hvetja og vera heiðarlegur.

Í öðru lagi, strákarnir gáfu allt. Þeir spiluðu með hjartað á réttum stað.  Ég er stoltur af því að hafa fengið að kynnast hverjum og einum  þeirra. Ég veit að þeir munu allir sigra í mótum og vera í framtíðar Ryder bikars liðum og eiga frábæra ferla.

Liðið okkar sýndi vissulega hugrekki þegar það tókst á hendur hitt liðið snemma í tvímenningsleikjum sunnudagsins. Við vorum svo sannarlega jafnir þeim og stigataflan varð yndislega „rauð“ á tímabili. Leikmenn okkar byrjuðu vel eins og ég hafði beðið þá um að gera,  í athugasemdum mínum kvöldið áður. Ég bað þá í raun um að einbeita sér að holum 2-5, þar sem Evrópumenn höfðu unnið of margar viðureignir snemma, þ.e. á þessum tilteknu holum. En að lokum var staðreyndin sú að hitt liðið lék betur.  Ég tek ofan hatt minn og óska þeim til hamingju.

Hvað snertir athugasemdir Phil, þá skil ég alveg viðbrögð hans í hita augnabliksins. Fyrr í þessari viku átti ég opið og einlægt samtal við hann og það endaði með betri skilningi á viðhorfum hvors annars. Hjarta Phil hefir alltaf verið á réttum stað og fyrirætlanir hans að ná árangri fyrir lið okkar.   Phil er frábær leikmaður, hefir mikla ástríðu og ég dáist hvað hann hefur gert fyrir golf.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er niðurstaðan þessi: ég var fyrirliði þeirra. Þegar litið er tilbaka þá eru öll mistök sem gerð kunna að hafa verið mín. Ég tek algera og fullkomna ábyrgð á þeim. Ég vil segja aftur við leikmennina og fjölskyldur þeirra; við PGA og þjóð okkar hversu stoltur ég er og hversu mikill heiður það var mér að vera fyrirliði þessa hæfileikaríka hóps kylfinga og hversu mikil forréttindi það voru að verja síðustu tveimur árum í þetta ástríðustrit fyrir Ryder bikarinn.

Tom Watson.“