Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 08:30

Oosthuizen sigraði PGA sleggjukeppnina

Louis Oosthuizen sigraði í sleggjukeppni PGA Tour, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1984, sem keppnin um hver á PGA Tour eigi lengsta drævið fer fram fyrir PGA Championship risamótið, nánar tiltekið á 2. æfingadegi fyrir mótið á 10. braut Valhalla vallarins í Kentucky.

Lengi vel leit út fyrir að Jason Day myndi taka titilinn en hann átti glæsidræv upp á 338 yarda  (309 metra) en dræv Oosthuizen var þó betra eða 340 yarda (u.þ.b. 311 metra).

Í verðlaun fékk Oosthuizen gullpeningaklemmu, svipaðri þeirri sem Jack Nicklaus fékk í verðlaun 1963 og notar enn. Eins fékk Oosthuizen 25.000 dollara, en fjárhæðinni mun verða skipt jafnt milli þeirra góðgerðarstofnanna sem Oosthuizen var að dræva fyrir.

Verðlaunin í drævkeppninni - gullpeningaklemma á la Jack Nicklaus 1963

Verðlaunin í drævkeppninni – gullpeningaklemma á la Jack Nicklaus 1963

Þrátt fyrir snilldardræv ofantaldra kappa stal Rory McIlroy þó „show-inu“ og átti ágætis dræv, sem þó var ekki jafngott og það hjá Oosthuizen og Day – engu að síður var ekki nokkur vafi á hver var vinsælastur.

Aðdáendur sleggjunnar, Bubba Watson, sem talinn er högglengsti kylfingur PGA Tour urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þar sem hetjan notaði aðeins 3-járn og högg hans ekki marktækt, þar sem hann vildi ekki vera með í keppninni.

Nokkrir skemmtu áhorfendum t.a.m. Pádraig Harrington sem tók „Happy Gilmore- högg“, s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR: