Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 10:15

Oosthuizen leiðir Maybank Malaysian Open eftir að lokið var við 2. hring í morgun

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku lauk að spila 2. hring nú í morgun en fresta varð öllu spili í gær vegna úrhellisrigningar. Oosthuizen átti þá eftir að klára að spila 6 holur, sem hann gerði nú í morgun.  Hann kláraði 2. hring á 68 höggum og er kominn með 1 höggs forystu í mótinu.

Alls er Oosthuizen á -10 undir pari, 134 höggum (66 68) á Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club.

Hann sagði eftir að hafa lokið 2. hring:

„Mér leið vel og hvíldist vel og leit vel í morgun og fór út á æfingasvæði og sló nokkra góða bolta. Flatirnar eru frábrugðnar þeim í Augusta, kornóttari (ens. grainy) og ekki eins hraðar. En það er mikið af fuglafærum ef maður hittir flatirnar. Maður venst þessu fljótlega.“

Landar Oosthuizen, Hennie Otto og Jbe Kruger deila 2. sæti ásamt Skotanum Stephen Gallacher, sem lauk leik á 68 höggum fyrr í dag.

Nr. 7 í heiminum Martin Kaymer átti feykigóðan hring við erfiðar aðstæður, kom í hús á 67 höggum á 2. hring og er aðeins 3 höggum á eftir Oosthuizen.

Nýjustu fréttir eru þær að enn er búið að fresta leik nú á 3. hring vegna rigningar.

Til þess að fylgjast með 3. hring Maybank Malasian Open smellið HÉR: