
Oosthuizen leiðir Maybank Malaysian Open eftir að lokið var við 2. hring í morgun
Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku lauk að spila 2. hring nú í morgun en fresta varð öllu spili í gær vegna úrhellisrigningar. Oosthuizen átti þá eftir að klára að spila 6 holur, sem hann gerði nú í morgun. Hann kláraði 2. hring á 68 höggum og er kominn með 1 höggs forystu í mótinu.
Alls er Oosthuizen á -10 undir pari, 134 höggum (66 68) á Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club.
Hann sagði eftir að hafa lokið 2. hring:
„Mér leið vel og hvíldist vel og leit vel í morgun og fór út á æfingasvæði og sló nokkra góða bolta. Flatirnar eru frábrugðnar þeim í Augusta, kornóttari (ens. grainy) og ekki eins hraðar. En það er mikið af fuglafærum ef maður hittir flatirnar. Maður venst þessu fljótlega.“
Landar Oosthuizen, Hennie Otto og Jbe Kruger deila 2. sæti ásamt Skotanum Stephen Gallacher, sem lauk leik á 68 höggum fyrr í dag.
Nr. 7 í heiminum Martin Kaymer átti feykigóðan hring við erfiðar aðstæður, kom í hús á 67 höggum á 2. hring og er aðeins 3 höggum á eftir Oosthuizen.
Nýjustu fréttir eru þær að enn er búið að fresta leik nú á 3. hring vegna rigningar.
Til þess að fylgjast með 3. hring Maybank Malasian Open smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open