Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 09:00

Omega: „Ekki ánægðir“ með Heimsbikarsmótið

Omega Watches, aðalstyrktaraðili Heimsbikarmótsins, sem fram fór á Hainan eyju í Kína hefir opinberlega gagnrýnt mótshaldið í Kína. Omega er samningsbundið til að styrkja mótið til ársins 2025, en í gær sagði forseti Omega, Steve Urquhart að Kína væri „of vanþroska markaður til þess að lyfta mótinu í alþjóðlega samkeppnishæfa stöðu.“ 

Hann hélt áfram og sagði að ef Heimsbikarinn ætti að verða virt mót, yrði það að spilast víðsvegar um heiminn eins og gert er í öðrum íþróttagreinum s.s. fótbolta, rugby og cricket. Hann skaut einnig á styrkleika þátttakenda þegar hann sagði: „Keppendur eru mun betri á þessu ári, en við erum ekki ánægðir.“ 

Skipuleggjendur mótsins Kenneth og Tenniel Chu hafa eytt milljónum í uppbyggingu Mission Hills golfstaðarins á Hainan eyju og stóðu í þeirri trú að Heimsbikarinn myndi fara fram þar, þar til samningur þeirra rynni út árið 2025. Aðspurðir um gagnrýni aðalstyrktaraðila mótsins, sögðu Chu-arnir að þeir væru tilbúnir til að sjá um mótshaldið einir til samningsloka. 

Telja verður að þar sem South African Open (mót sem bæði Evrópumótaröðin og Sólskinstúrinn stóðu að) og Australian PGA fór fram á sama tíma hafi mótshöldurum Mission Hills tekist vel til að ná saman jafn sterkum keppendum og voru í Mission Hills. Í raun vantaði bara nr. 1 í heiminum Luke Donald, eins  voru Adam Scott, Aron Baddeley og Bubba Watson að spila í Ástralíu og Ernie Els og Retief Goosen, heima í Suður-Afríku. Eins tók Tiger ekki þátt í mótinu, enda lið í Heimsbikarmótinu bara samsett af 2 keppendum.  Áður en skipt er um stað þar sem mótið fer fram á ætti e.t.v. fremur að huga fyrst að breytingu á dagsetningu mótsins!

 

Heimild: Waggleroom.com