Ólympíuleikarnir 2024: Lydía Ko vann gullið!!!
Það var Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi, sem stóð uppi sem gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í golfi kvenna.
Lokaskor hennar á Le Golf National var 10 undir pari, 278 högg (72 67 68 71),
Hún vann áður silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og tók bronsið í Tokýó 2021. Hún er eini kylfingurinn, karl- eða kvenkyns, sem unnið hefir til verðlauna í golfi í 3 Ólympíuleikum í röð – frá því golfið var aftur gert að keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum. Hún komst við þegar þjóðsöngur Nýja-Sjálands var spilaður. Gullið tryggir henni inngöngu í frægðarhöll LPGA.
Lydía Ko er fædd þ. 24. apríl 1987 og því 27 ára. Á ferli sínum hefir hún unnið á 28 alþjóðlegum mótum, þ.á.m. 20 mótum á bestu kvenmótaröð heims, LPGA. Tiltölulega stutt er síðan að Ko giftist Jun Chung, syni forstjóra Hyundai. Þó Lydía Ko verði að teljast vel stæð eftir alla þessa sigra, en auðæfi hennar eru metin á $25 milljónir hreinar tekjur, þá er það ekkert í samanburði við auðæfi fjölskyldu Chungs, en þau eru metin á $14,8 billjónir. Það er þó enginn af Chung-unum, sem hefir unnið til 3 verðlauna á Ólympíuleikum eins og Ko 🙂
Silfrið á Ólympíuleikunum í dag tók hin þýska Esther Henseleit. Lokaskor hennar var 8 undir pari, 280 högg (72 73 69 66). Sem sjá má á skori hennar var það glæsilegur 66 högga lokahringurinn, sem tryggði Henseleit silfrið.
Xiyu Lin, er sú af tveimur kínverskum keppendum, sem náði að stíga í fótspor Shanshan Feng og hlaut hún bronsið, með skor upp á 7 undir pari, 281 högg (71 70 71 69).
Sjá má lokaskorið á Ólympíuleikunum í golfi kvenna með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024