Nelly Korda í Tokyo Ólympíuleikarnir 2020: Nelly Korda í forystu – jafnaði ólympíumet!
Bandarísk/tékkneski kylfingurinn Nelly Korda hefir tekið forystuna í golfkeppni kvenna á Ólympiuleikunum í hálfleik.
Hún kom inn á ótrúlega lágu skori á 2. hring í gær 62 höggum og gældi við 59 högg á 18. braut – en fékk því miður tvöfaldan skolla.
En með skori sínu – 9 undir pari – 62 höggum jafnaði hún metið fyrir lágt skor kvenna á Ólympíuleikunum.
Á hringnum, sem leikinn var í feiknahita, fékk Korda m.a örn á 6. holu Ólympíugolfvallarins í Tokyo. En hún var ekki sú eina með örn á 2. hring – Kim Metraux frá Sviss fékk sérlega glæsilegan örn á 1. holu vallarins.
Samtals er Nelly Korda nú á 13 undir pari og hefir 4 högga forskot á þær sem næstar koma: hinar dönsku Emily Pedersen (63) og Nönnu Coertz Madsen (64) og Aditi Ashok (66) frá Indlandi.
Madelene Sagström frá Svíþjóð, sem leiddi eftir 1. hring, lék vel á 68 höggum; en það dugði lítið gegn feykilágu skori þeirra sem á undan henni eru og er því nú í 5. sæti.
Spennandi keppni hjá kvenkylfingunum á Ólympíuleikunum framundan í dag!
Sjá má stöðuna í golfi hjá konunum á Ólympíuleikunum að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
