Ólympíuleikarnir 2020: Nelly Korda gullverðlaunahafi!!!
Nú rétt í þessu var að ljúka golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum 2020 í Tokýó.
Sigurvegari og gullverðlaunahafi er Nelly Korda frá Bandaríkjunum.
Hún hélt haus á hring, sem var eins og rússíbanareið fyrir hana – þar sem hún sá m.a. 3 högga forystu sem hún hafði fyrir lokahringinn fuðra upp.
En hún hafði stáltaugar, hélt út og sigraði á samtals 17 undir pari, 267 höggum (67 62 69 69).
Í öðru sæti voru jafnar heimakonan Mone Inami og Lydia Ko ; báðar á 16 undir pari og urðu þær því að fara í bráðabana til þess að knýja fram úrslit.
Par-4 18. holan var spiluð á ný og þar hafði Inami betur; vann á pari, meðan Ko varð að láta sér bronsið lynda með skolla.
Í 4. sæti varð síðan Aditi Ashok frá Indlandi á 15 undir pari og T5 voru þær Emily Pedersen frá Danmörku og hin ástralska Hannah Green, á samtals 13 undir pari, hvor.
Sjá má lokastöðuna í golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tokýó 2020 með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
