Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2021 | 07:00

Ólympíuleikar 2020: Madelene Sagström í forystu eftir 1. dag

Það er hin sænska Madelene Sagström sem tekið hefir forystu eftir 1. dag golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tokyo.

Hún spilaði 1. hring á stórglæsilegum 5 undir pari 66 höggum.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sagström með því að SMELLA HÉR: 

Fast á hæla hennar T-2 eru Nelly Korda frá Bandaríkjunum, sem er búin að vera á fleygiferð og í ofsastuði nú í ár og Aditi Ashok frá Indlandi. Báðar léku þær á 4 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna hjá konunum í golfinu á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: