Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2021 | 08:00

Ólympíuleikar 2020: Xander Schauffele tók gullið í golfinu!!!

Það var Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele sem stóð uppi sem sigurvegari í golfi á Ólympíuleikunum í Tokyó.

Lokaskor hans var samtals 18 undir pari.

Silfrið hlaut Rory Sabbatini sem keppti fyrir Slóvakíu, en hann var á samtals 17 undir pari.

7 manna bráðabana þurfti til að skera úr um hver hlyti bronsið en þar hafði CT Pan frá Tapei sigur.

Þeir 6 sem deildu 4. sætinu voru Rory McIlroy, Collin Morikawa, Mito Pereira, Sebastian Muñoz, Paul Casey og heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn í ár Hideki Matsuyama, sem leiddi fyrir lokahringinn.

Sjá má lokastöðuna hjá körlunum á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: