Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 10:00

Ólympíuleikar 2020: Nelly Korda heldur forystunni á 3. degi

Nelly Korda er enn í forystu í golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tokýó.

Hún er samtals búin að spila á 15 undir pari, 198 höggum (67 62 69).

Aditi Ashok frá Indlandi hefir þó saxað aðeins á því nú er munurinn milli hennar og Korda aðeins 3 högg en var 4 í gær. Ashok er nú í 2. sæti á samtlas 12 undir pari, 201 högg (67 66 68).

Í 3. sæti er síðan 4 kylfingar allar á 11 undir pari, 202 höggum: Lydia Ko, Hannah Green, Emily Pedersen og heimakonan Mone Inami.

Sjá má stöðuna á Ólympíuleikunum hjá konunum með því að SMELLA HÉR: