Ólympíuleikar 2020: Lydía Ko tileinkar ömmu sinni bronsið
Í gær (7. ágúst 2021) átti hin ný-sjálenska Lýdía Ko glæsileik á Ólympíugolfvellinum í Tókýó og tók bronsið.
Þetta eru önnur Ólympíuverðlunin, sem Ko vinnur til, en hún vann silfur í Ríó. Spurningin hvort hún vinni til gulls í París að 3 árum liðnum? Þá verður hún 27 ára.
Ko tileinkar látinni ömmu sinni Ólympíubronsið.
Hún segist hafa spilað með sorg í hjarta alla vikuna í Tókýó.
Ko hefir syrgt fráfall ömmu sinnar og sagði að ef hún hefði ekki verið fulltrúi Nýja-Sjálands á stærsta sviðinu, hefði hún ekki keppt.
„Ég var með sorg í hjarta þegar ég kom hingað,“ sagði Ko.
„En þetta eru Ólympíuleikarnir og ég er hér, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur, fyrir Nýja -Sjáland.„
Hin 24 ára unga Lýdía Ko var í toppformi í Kasumigaseki sveitaklúbbnum og lék á 6 undir pari á lokadeginum og tryggði sér medalíu, þó hún hefði tapað í umspili fyrir heimakonunni Monu Inami.
„Stundum var ég heppin og ég held að það hafi verið amma mín að hjálpa mér að komast í gegnum þetta.“
„Eins mikið og þessi [bronsmedalía] er fyrir landið mitt, þá held ég að þetta sé fyrir hana (ömmu Ko). Hún hefur verið stór hluti af lífi mínu og án hennar væri engin mamma og án mömmu, engin ég.“
„Ég vildi að ég hefði getað varið meiri tíma með henni og skapað fleiri minningar með henni, en vonandi gerði ég hana stolta og ég veit að hún vakir yfir mér og restinni af fjölskyldunni minni, svo ég held áfram að fara út og gera hana að stoltri ömmu.“
Ko mætir aftur á LPGA -mótaröðina, spilar á Opna skoska meistaramótinu í næstu viku, næst á eftir Opna breska.
Hún segist ekki hafa komið heim til Nýja -Sjálands síðan í maí 2019 en vonast til að snúa aftur þegar reglur sóttkvíar verða slakaðar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
