Ólögmæt meðferð fundins fjár – notaði fundið golfsett sem sitt eigið
Dómar fyrir íslenskum dómstólum, þar sem eitthvað tengdu golfi kemur við sögu eru ekki algengir hér á landi, en þeim hefir fjölgað undanfarin ár; einkum í ljósi þess að stuldir á golfsettum og verðmætum tækjum, sem notuð eru í tengslum við iðkun golfíþróttarinnar, s.s. lengdarmælum hefir farið fjölgandi.
Hér skal rifjaður upp einn dómur sem gekk fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra að vori 2005.
Ákærði þar var karlmaður sem „fann“ golfsett við 9 holu golfvöllinn á Þverá í Eyjarfjarðarsveit. Hann var ekkert að athuga um hugsanlega eigendur að settinu, heldur fór með það sem sitt eigið. Þetta kallast á lagamáli ólögmæt meðferð fundins fjár, sem er refsiverð.
Enda var sá er fann golfsettið ákærður og játaði hann brot sitt skýlaust fyrir héraðsdómi. Í ljósi þess að þetta var fyrsta brot hans, þ.e. hann hafði ekki hlotið dóm áður, hlaut hann aðeins 1 mánaðar skilorðsbundið fangelsi, þ.e. þurfti ekki að afplána dóm sinn í fangelsi.
Þetta sýnir að gjalda verður varhuga við að túlka orðtækið „sá á fund sem finnur“ of vítt og ávallt skila kylfum, golffatnaði, GPS-lengdarmælum, hvað þá heilu settunum eða öðrum verðmætum hlutum tengdu golfi í golfskála eða til lögreglu finni maður þá á golfvöllum, sem annars staðar!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
