Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2015 | 02:00

Ólöf María íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 var kynntur á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er kylfingurinn landskunni, Ólöf María Einarsdóttir.

Ólöf María átti frábært ár 2014 í golfinu.

Hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð, nú í flokki 15-16 ára,  sigraði í 4 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar og er stigameistari GSÍ 2014 í telpnaflokki.

Ólöf María stóð sig vel á Junior Open, sem hún og Arnór Snær Guðmundsson, klúbbfélagi hennar, tóku þátt í fyrir Íslands hönd, en það fór fran á West Lancashire golfvellinum rétt hjá Hoylake, Englandi í júlí 2014; en bæði komust í gegnum niðurskurð.

Golf 1 óskar Ólöfu Maríu innilega til hamingju að hafa verið valin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar!!!