Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 22:30

Ólöf María í 21. sæti e. fyrri dag Opna írska

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, tekur þátt í Irish Girls Open Strokeplay Championship, sem stendur dagana 18.-19. apríl 2015.

Þátttakendur eru 71. Í dag, fyrri dag mótsins, voru spilaði 2 hringir.

Ólöf María (4 í forgjöf) lék á samtals 12 yfir pari, 154 höggum (79 75) og er í 21. sæti, sem er ágætis árangur!

Efst í mótinu er austurríski kylfingurinn Isabella Holpfer, (með +2 í forgjöf), sem leikið hefir á 2 yfir pari, 144 höggum (73 71).

Til þess að sjá stöðuna á Irish Girls Open Strokeplay Championship SMELLIÐ HÉR: