Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 09:30

Olazabal og Nadal með góðgerðar Pro-Am

Fyrrum Ryder-Cup fyrirliðinn Jose Maria Olazabal og tennisstjarnan Rafael Nadal voru með góðgerðar Pro-Am mót á Spáni í s.l. viku, sem fram fór á Malljorca.

Þeir sem nutu góðs af mótinu voru Sport Mundi í eigu Olazabal og Rafael Nadal Foundation, sem dreifir fé stjörnunnar til ýmissa góðgerðarmála.

„ Ég tek mér Tiger Woods til fyrirmyndar,“ sagði Rafa m.a. í viðtali sem tekið var við þá félaga fyrir góðgerðarmótið. „Frá upphafi og til loka mótsins, segi ég varla orð við keppinauta mína; og ég hrósa þeim sko alls ekki fyrir gott högg. Þeir kvarta, verða reiðir og blóta mér í sand og ösku fyrir dónaskap minn.“

„Sagt er að ég sé agressívari á golfvellinum en á tennisvellinum. Munurinn á mér og vinum mínum, en sumir hverjir (m.a. Sergio Garcia) eru mun betri kylfingar en ég (Rafa er með 11 í forgjöf) er að ég sé bara engan tilgang í því að taka þátt í íþróttum, nema maður gefa allt sem maður hefir.“

Sjá má myndskeið frá Olazabal Nadal Invitational með því að SMELLA HÉR: