Ólafur:„Mjög erfitt að kyngja þessu…“
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðinni og var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurð.
Aðeins munaði 2 höggum.
Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn:
„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.
Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari tilbaka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.
Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
