Ólafur Már Sigurðsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 10:30

Ólafur Már hætti í Q-school vegna bakmeiðsla

Ólafur Már Sigurðsson, GR, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts (Q-school) fyrir Evrópumótaröðina í Crewe, Englandi, nánar tiltekið á golfvelli Wychwood Park.

Hann hefir nú sagt sig úr mótinu vegna bakmeiðsla, en hann náði sér aldrei á strik með verki, sem endurspegluðust í hringjum hans upp á 16 yfir par,  81 og 79.

Ólafur Már hefir nú leitað sér aðstoðar sjúkraþjálfara og hafið endurhæfingu.

Sjá má stöðuna í Wychwood Park með því að SMELLA HÉR: