Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2011 | 19:16

Ólafur Loftsson varð í 6. sæti á Rod Myers Invitational

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, deildi 6. sætinu með 3 öðrum á Rod Myers Invitational í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram í Duke Golf Club í Durham í Norður-Karólínu.

Þetta var 2 daga mót (fór fram 1.-2. október þ.e. nú um helgina) og spilaðir voru 3 hringir.

Þátttakendur voru 63 einstaklingar og 11 háskólalið.

Ólafur spilaði hringina þrjá á +1 yfir pari, samtals 217 höggum (72 73 72). Glæsilegt!

Heimalið Duke var í 1. sæti í liðakeppninni en lið Charlotte í 3. sæti.

Til þess að sjá öll úrslit smellið HÉR: