Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 16:30

Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Hardelot Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fer fram á Hardelot golfvellinum í Frakklandi.

Ólafur Björn ritaði eftirfarandi á facebook síðuna um úrtökumótið sem framundan er:

„Mættur til Frakklands í fyrsta stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Mótið hefst á þriðjudaginn og að loknum 72 holum fara 20-25 efstu kylfingarnir áfram á næsta stig. Ég hef eytt síðustu vikum í Danmörku og Svíþjóð við æfingar og keppni þar sem ég hef prófað mig áfram í mínum leik. Næstu tveir dagar fara svo í að fínpússa og fá góða tilfinningu fyrir vellinum. Völlurinn er skemmtilegur, krefjandi og í góðu standi. Ég hlakka til að takast á við á hann næstu dögum og njóta þess að slá góð golfhögg.“

Fylgjast má með Ólafi Birni með því að SMELLA HÉR: