Ólafur Björn svekktur
Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki áfram á lokastig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar, sem fram fer á PGA Catalunya golfvellinum , í Girona, á Spáni n.k. desember.
Ólafur Björn hafði eftirfarandi úrslitin á 2. stigi úrtökumótsins og framhaldið hjá sér:
„Komst því miður ekki áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Ég er að sjálfsögðu mjög svekktur yfir úrslitunum en ég gerði mitt besta og mæti sterkari til leiks næst. Ég átti flotta kafla í mótinu en of mörg klaufaleg mistök komu í veg fyrir að ég næði takmarkinu í þetta skiptið. Það var þó frábært að Biggi komst áfram og hef ég mikla trú á að hann klári dæmið í næstu viku og komi sér á ný á mótaröð þeirra bestu.
Ég mun taka því rólega á næstu dögum og fara vel yfir stöðuna. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir næsta tímabil. Ég hef fullan þátttökurétt á Nordic League mótaröðinni og á möguleika á að fá boð í einhver Challenge Tour mót. Ég er staðráðinn í því að leggja enn harðar að mér að ná mínum markmiðum. Það er búið að vera góður stígandi í mínum leik undanfarið og ég mun halda ótrauður áfram að bæta mig.“
Takk fyrir allan stuðninginn enn og aftur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
