Ólafur Björn skiptir yfir í GKG
Aprílgabb? Nei, Ólafur Björn Loftsson er genginn í raðir Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar en atvinnukylfingurinn hefur verið í Nesklúbbnum frá því hann hóf að leika golf. Í tilkynningu á fésbókarsíðu sinni segir Ólafur að hann skilji við Nesklúbbinn í vinsemd og tímapunkturinn hafi verið réttur til þess að prófa eitthvað nýtt.
Ólafur Björn varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 en hann er með keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni sem leikin er að mestu á Norðurlöndunum.
„Eftir vel ígrundaða umhugsun hef ég ákveðið að ganga til liðs við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.
Ég hef spilað allan minn feril fyrir hönd Nesklúbbsins og á óteljandi góðar minningar af Nesvellinum. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek þessa erfiðu ákvörðun í góðri vinsemd við klúbbinn og ég mun halda áfram að vera í góðu sambandi við hann. Ég ber sterkar tilfinningar til Nesklúbbsins og vil ég koma á framfæri sérstökum þökkum til klúbbsins og allra þeirra fjölmörgu félagsmanna sem hafa ávallt stutt afar vel við bakið á mér og hjálpað mér að ná mínum markmiðum.
Mér finnst þetta vera rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og takast á við nýjar áskoranir. Það er mjög heillandi að taka þátt í því öfluga starfi sem fer fram í GKG. Afreksstefna þeirra er mjög metnaðarfull sem á mikla samleið með mínum háleitu markmiðum og er ég sannfærður um að ég eigi eftir að njóta góðs af þeirra starfi. Þar að auki tel ég að ég geti látið gott af mér leiða fyrir klúbbinn og miðlað til þeirra af minni reynslu.
Ég stefni að því að halda til Danmerkur í lok apríl þegar keppni hefst á ný á Nordic League mótaröðinni. Mér hefur gengið vel síðustu daga að vinna með þjálfurum mínum hér heima og er ég nú þegar orðinn æstur að komast út í mót og sýna hvað í mér býr. Spennandi tímar fram undan.”
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
