Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2012 | 19:06

Ólafur Björn Loftsson komst ekki áfram í úrtökumóti fyrir US Open

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open risamótið.

Úrtökumótið fór fram á Pinehurst golfstaðnum í Norður-Karólínu.

Ólafur Björn spilaði á +4 yfir pari, 76 höggum og varð T-58.

Átta efstu komust áfram á lokaúrtökumót og hefði Ólafur Björn þurft að spila á 70 höggum til þess að hafa átt möguleika á því að komast áfram.

Þátttakendur voru 117, en 10 drógu sig úr mótinu og luku því 107 keppni.

Til þess að sjá úrslitin úr úrtökumótinu smellið HÉR: