Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 21:00

Ólafur Björn lauk leik T-41 á Spáni

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti Nordic Golf League.

Mótið fór fram dagana 10.-12. mars 2015  á PGA Catalunya golfvellinum í Girona,  á Spání.

Ólafur Björn lék á samtals 2 yfir pari (71 73 70), en leikið var á 3 golfvöllum.

Ólafur Björn lauk keppni T-41 þ.e. deildi 41. sætinu með Dananum Niklas Nörgaard Möller.

Daníel Jennevret frá Svíþjóð bar sigur úr býtum í mótinu, en hann lék á samtals 13 undir pari.

Um þátttöku sína í mótinu ritaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:

Lék lokahringinn á 70 (E) höggum á PGA Catalunya Tour vellinum í gær og endaði jafn í 41. sæti. Ég náði að bæta boltasláttinn töluvert og kom mér í fullt af góðum fuglafærum en var í vandræðum með að klára dæmið í púttunum. Tilfinningin í sveiflunni fer batnandi og ég veit hvað ég þarf að laga í púttstrokunni. Næsta mót hefst á sunnudaginn á sömu völlum og byrja ég á Stadium vellinum kl. 09:00. Frábært að fá annað tækifæri á þessum glæsilegu völlum.“

Sjá má lokastöðuna á Mediter Real Estate Masters mótinu með því að SMELLA HÉR: