Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 17:50

Ólafur Björn komst ekki gegnum niðurskurð – Munaði 1 höggi!

Ólafur Björn Loftsson, NK, hefir lokið leik á 2. hring Nordic Golf League mótaraðarinnar á Spáni, þ.e. á Nordea Tour Winter Series Lakes Open.

Leikið er á velli Lumine golfklúbbsins í Tarragona, Spáni, en mótið stendur 21.-23. febrúar 2015 og lýkur því á morgun.

Ólafur Björn spilaði samtals á 6 yfir pari, 149 höggum (73 76).

Hann varð í 54.-56. sæti (deildi 54. sætinu með þeim William Adolfson og Johan Wahlqvist frá Svíþjóð ) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Það munaði 1 höggi!

Sjá má stöðuna á Nordic Golf League mótinu á Spáni eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: