Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 19:00

Ólafur Björn komst áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í dag,  í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Hardelot, Frakklandi.

Ólafur Björn lék samtals á 1 undir pari, 283 högg (69 71 71 72).

Ólafur Björn hafnað í 19. sæti sem hann deildi með 4 öðrum.

Á facebook síðu sinni skrifaði Ólafur Björn um lokahring sinn og glæsilegt gengi í úrtökumótinu:

„Markmið vikunnar hefur verið náð! Ég er kominn áfram á 2. stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Ég lék á 72 (+1) höggum í dag og endaði mótið jafn í 19. sæti. Ég er í skýjunum með að komast yfir þennan þröskuld í fyrsta sinn. Það var frábært að hafa pabba á pokanum í mótinu og við fögnum þessu saman í dag. Ég fann vel fyrir spennunni í dag og þá sérstaklega eftir mótlæti á fyrstu holunum. Ég hitti 5 af fyrstu 6 flötunum í tilætluðum höggafjölda í dag en púttin neituðu að detta og var ég kominn 2 yfir par á þessum tíma. Ég sýndi þá mikinn karakter með að ná nokkrum góðum fuglum á næstu holum og setja mig í góða stöðu fyrir síðustu holurnar sem eru þær erfiðustu á vellinum. Ég hitti annars í heildina 15 flatir í tilætluðum höggafjölda á lokahringnum og þótt skorið hefði mátt vera lægra þá skiptir það engu máli, ég er á leiðinni til Spánar í nóvember á næsta stig. Takk kærlega fyrir allan stuðninginn!“

Til þess að sjá lokastöðuna í Hardelot  SMELLIÐ HÉR: