Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2015 | 10:45

Ólafur Björn í erfiðum málum e. 2. hring

Ólafur Björn Loftsson, GKG, er við keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Hann leikur á Hardelot vellinum í Frakklandi og lék Ólafur á 72 höggum eða +1 á fyrsta hringnum.

Í gær á 2. hring lék Ólafur hins vegar á 75 höggum og er því samtals á 5 yfir pari, 147 höggum (72 75)  og T-49 sem stendur.

Aðeins 22 efstu komast áfram á annað stigið af þessum velli og er Ólafur Björn því í erfiðum málum.

Til þess að fylgjast með stöðunni í mótinu SMELLIÐ HÉR: