Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 09:00

EuroPro: Ólafur Björn í 23. sæti eftir 1. dag í Englandi

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í  The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu sem er hluti af EuroPro mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu.

Ólafur Björn lék fyrsta hringinn á sléttu pari, 72 höggum og er í 23. sæti eftir 1. dag.

Á facebook síðu sína skrifar Ólafur Björn eftirfarandi eftir hringinn:

Spilaði á 72 (E) höggum á Englandi í dag. Þokkalega sáttur við spilamennskuna. Hélt boltanum vel í leik og kom mér í mörg færi á fuglum. Völlurinn fljótur að refsa og minnti aðeins á sig um miðbik hringsins en ég lét smá hiksta ekki slá mig út af laginu. Fer út kl. 10:00 í fyrramálið og mun mæta í pollagallanum með bros á vör en veðurspáin er ekki sú besta.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR: