Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 18:15

Ólafur Björn í 15. sæti og Axel í 26. sæti e. 2. dag Nordic Golf League úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK og Axel Bóasson, GK,  taka þátt í úrtökumóti í Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska, en mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk.

Axel Bóasson, GK.  Mynd: Golf 1

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1

Þátttakendur eru 79.

Þeir bættu sig báðir um 1 högg í dag, en Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76) og Axel á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (79 78).

Ólafur Björn er í 15. sæti úrtökumótsins meðan Axel er í 26. sæti.   Það er vonandi að báðir komist í gegn í þessu úrtökumóti, en sem stendur eru góðar líkur á því!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag í Skjoldenæsholm Golf Center með því að SMELLA HÉR: