Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 13:00

Ólafur Björn hefur leik á úrtökumóti fyrir Latino América NEC Series í dag

Ólafur Björn Loftsson, NK,  hefur leik á úrtökumóti fyrir suður-ameríska hluta PGA Tour, en komist Ólafur Björn á þá mótaröð, veitir það honum færi á að komast á bestu mótaröð heims bandarísku PGA Tour.

Úrtökumótið fer fram í Flórída, dagana 20.-24. janúar 2013, nánar tiltekið á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club í , Sebring, Flórída.

Keppnin sjálf hefst 21. janúar og stendur í 4 daga.  Þátttakendur eru 132 frá 15 ríkjum þ.e. 98 frá Bandaríkjunum; 7 frá Kanada; 6 frá Englandi; 5 frá Mexíkó; 4 frá Svíþjóð; 3 frá Venezuela; 2 frá Þýskalandi ; 2 frá Írlandi; 2 frá Panama; 1 frá Austurríki; 1 frá Brasilíu; 1 frá Paraguay; 1 frá Kólombíu; 1 frá Guatemala og 1 frá Íslandi.

Af ofangreindu sést að Ólafur Björn er aðeins 1 af 16 kylfingum frá Evrópu, sem þátt taka, sem koma frá 6 ríkjum: Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Írlandi og Austurríki auk Íslands.

Fylgjast má með gengi Ólafs Björns með því að SMELLA HÉR: