Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 18:30

Ólafur Björn á parinu 2. dag í Hardelot

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi.

Í dag, á 2. mótsdegi, lék Ólafur Björn á parinu og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (69 71).

Ólafur Björn deilir sem stendur 12. sætinu í mótinu og væri því kominn áfram á 2. stigið, ef mótið væri blásið af núna.

Það verður að halda vel á spöðunum og Ólafur Björn ekki nokkurn veginn öruggur því 1-2 högga forysta er fljót að fjúka.

Ólafur Björn verður helst að spila betur á morgun en  í dag ætli hann sér áfram!

Efstur í mótinu sem stendur er Porteous Haydn frá Suður-Afríku á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í Hardelot eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: