Ólafur Björn á 4 undir pari eftir 2. dag 1. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara).
Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 2 undir pari, 140 höggum (73 67).
Hann er sem stendur í 20. sæti og eins og staðan er núna kominn áfram á 2. stig úrtökumótsins. Enn er þó eftir að leika 2 hring, en árangurinn er engu að síður stórglæsilegur.
Á hringnum í dag, sem Ólafur Björn lék á stórglæsilegum 4 undir pari, 67 höggum, fékk Ólafur Björn 7 fugla og 3 skolla. Eftir að allir höfðu komið í hús var Ólafur Björn jafn 4 öðrum í 20. sæti.
Á heimasíðu sína ritaði Ólafur Björn:
„Lék á 67 (-4) höggum á öðrum hring hér í Frakklandi. Gífurlega ánægður með skorið enda enginn á lægra skori í dag þegar helmingurinn er kominn í hús. Þetta var baráttuhringur út í eitt en stöðugleikinn er því miður ekki nógu góður hjá mér í boltaslættinum núna. Ég hitti einungis fjórar brautir í dag þar sem dræverinn var arfaslakur. Það rigndi ágætlega á fyrstu holunum í morgun og það ruglaði aðeins taktinn í upphafshöggunum hjá mér. Hins vegar sló ég hvert frábæra höggið á eftir öðru með stuttu kylfunum og pútterinn var sjóðandi heitur. Ég kláraði hringinn með krafti með því að fá fugla á síðustu þrjár holurnar og ætla ég að taka upp þráðinn þar á morgun.
Ég ætla að nýta tímann vel milli hringja til að finna mig betur á æfingasvæðinu. Ég þarf að róa sveifluna aðeins niður, koma brattari niður á boltann og fá meiri yfirvegun yfir höggunum. Sama leikplan á morgun, en ég mun jafnvel leggja meiri áherslu á að halda boltanum í leik því ég treysti mér vel í klára dæmið á flötunum og þar í kring.
Eins og staðan er núna þá er ég jafn í 13. sæti, fjórum höggum á eftir efsta manni.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
