Ólafur Björn nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi
Ólafur Björn Loftsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Andreu Ásgrímsdóttur sem lét af störfum fyrir skömmu.
Ólafur hefur á undanförnum árum starfað í þágu golfhreyfingarinnar og kemur með fjölbreytta innsýn í starfið. Hann er atvinnukylfingur og hefur kynnst vel starfi samtakanna sem félagsmaður síðastliðin fimm ár. Auk þess hefur Ólafur B.S. gráðu í fjármálum og reynslu í viðburðar- og markaðsmálum.
„Við í stjórn PGA viljum bjóða Ólaf velkominn til starfa hjá okkur. Við vitum að hann er mjög metnaðargjarn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og hefur mikla reynslu á mörgum sviðum sem á tvímælalaust eftir að gera gott starf hjá PGA enn betra“ segir Karl Ómar Karlsson formaður PGA á Íslandi.
„Ég er mjög spenntur að taka þátt í uppbyggingu golfíþróttarinnar á Íslandi og hlakka mikið til að starfa náið með því öfluga fólki innan samtakanna. PGA samtökin hafa verið í sókn undanfarin ár með mikilvægum verkefnum og metnaðarfullum golfkennaraskóla. Það er frábært tækifæri að halda þessu góða starfi áfram og aðstoða við að lyfta PGA á Íslandi á enn hærri stall enda spennandi tímar fram undan.“ segir Ólafur en samhliða starfinu, sem er hlutastarf, mun hann leika sem atvinnukylfingur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
