Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2011 | 10:00

Ólafía Þórunn tilnefnd til titilsins „Íþróttamaður Reykjavíkur 2011″

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni kvenna árið 2011, sem og Íslandsmeistari með kvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ hefir hlotið enn eina vegtylluna á árinu 2011.  Hún er ein af 11 íþróttamönnum, sem tilnefndir hafa verið til titilsins „Íþróttamaður Reykjavíkur 2011.“

Miðvikudaginn 4. janúar verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Reykjavíkur 2011. Þetta er í 33. sinn sem hann er kjörinn. Veittar verða viðurkenningar til ellefu íþróttamanna í reykvískum félögum fyrir frábæran árangur og mun einn þeirra hljóta útnefninguna.

Þeir íþróttamenn sem tilnefndir eru:

  • Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari frá Ármanni
  • Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður frá SR
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona frá Ægi
  • Hafþór Harðarson, keilari frá ÍR
  • Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður frá KR
  • Hrafnhildur Skúladóttir, handknattleikskona frá Val
  • Jón Margeir Sverrisson, sundmaður frá Fjölni og Ösp
  • María Guðsteinsdóttir, kraflyftingakona frá Ármanni
  • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur frá GR
  • Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona frá TBR
  • Þormóður Jónsson, júdómaður frá JR

Heimild: kli.is