Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 19:55

Ólafía Þórunn: „Þetta var rosalegt …“

Ólafía Þórunn skrifaði á facebook síðu sína:

Þetta var ROSALEGT!!! Takk kærlega allir sem eru búnir að vera að senda mér skilaboð, ég kemst hreinlega ekki yfir allt þetta! Ég átti frábæran dag út á golfvelli í dag, 18 hittar flatir takk fyrir kærlega og alltaf hársbreidd frá í púttunum. Ég er ótrúlega ánægð og trúi eiginlega ekki að ég sé komin á Evrópumótaröðina í golfi 2016!!! Endaði Q-school í 25.sæti, -4 samtals og lokahringur 69.
Það eru margir frábærir aðilar sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Fyrst og fremst vil ég þakka Jon Zadek fyrir að vera á pokanum og hjálpa mér með master game plan. Svo auðvitað fjölskyldan mín sem styður alltaf við bakið á mér! Forskot afrekssjóður, ég gæti þetta ekki án þeirra. KC vinur minn frá Wake Forest kom alla leið frá Ameríku að horfa á mig spila og vera lukkudýr. Derrick er búinn að hjálpa mér þvílíkt með golfið mitt síðustu mánuði. Siggi Raggi hjálpaði mér með mental hliðina. Baldur hélt líkamanum mínum í góðu standi. Icelandair Cargo reddaði mér á milli staða. Vivala GR!!! og Bad Ems! Beggz hjálpaði mér að æfa eins og brjálæðingur. Svo er hellingur af öðru fólki sem hefur hjálpað mér!!!!! Síðast en ekki síst Valdís Þóra Jónsdóttir takk fyrir árið. Við ýtum hvorannarri áfram á næsta level.
Gleðileg jól!“