Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn T-59 í NCAA D1 Women´s East Regional

Í gær hófust svæðisúrslit Austurdeildarinnar (ens.: NCAA D1 Women´s East Regional) á golfvelli Penn State, í Pennsylvaníu.  Meðal þátttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest.  Þátttakendur í mótinu eru 126.

Ólafía Þórunn spilaði 1. hring á +5 yfir pari, 77 höggum og deilir 59. sætinu.  Hún var á 3. besta skori liðs síns.

Cheyenne Woods, liðsfélagi Ólafíu Þórunnar og frænka Tigers spilaði á 75 höggum og er T-39. Hún var á næstbesta skori Wake, en sú sem stóð sig best af Wake Forest liðinu var Marissa Dodd sem spilaði á 74 höggum og er T-24.

Lið Wake Forest er í 15. sæti af 24 háskólaliðum sem þátt taka.

Til þess að sjá úrslit eftir 1. dag  NCAA D1 Women´s East Regionalsmellið HÉR: