Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 19:30

Ólafía Þórunn: „Okkur tókst það!“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,  GR, komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Marokkó í desember n.k.

Kylfuberi hennar og aðstoðarmaður í ferðinni var móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir.

Á facebook síðu sína skrifaði Ólafía Þórunn eftir að úrslitin voru ljós:

„Okkur tókst það! Komumst á 2.stig Evrópumótaraðarinnar í desember! Enduðum þetta á góðum lokahring, 75 þegar mest á reyndi. Gott að vera búin! Hlakka svoooo til að koma heim og sjá alla!!! Nýju litlu Alfreðsdóttir og hin litlu lömbin mín  En fyrst, túristar í Marokkó og París á morgun með mömmu best!“