Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 20:15

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í 1. sæti á Mason Rudolph Women´s Champion eftir 1. hring!!!

Í dag hófst í Vanderbilt Legends Club í Franklin, Tennessee, Mason Rudolph Women´s Champion.

Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum.

Meðal keppenda í mótinu eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest.

Það er skemmst frá því að segja að Ólafía Þórunn deilir 1. sætinu með 2 öðrum eftir 1. hring sem er ekkert nema frábært og stórglæsilegt!!!

Ólafía kom inn á 71 höggi á 1. hring – fékk 4 fugla (á 1., 7., 8. og 9. braut) og 3 skolla.  Lið Wake Forest er sem stendur í 9. sæti.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis áfram!!!

Til þess að sjá stöðuna á Mason Rudolph Women´s Champion SMELLIÐ HÉR: