Ólafía Þórunn komst á Evrópumótaröðina 2. íslenskra kvenkylfinga!!!! Lék lokahringinn á glæsilegum 69 höggum!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, Ladies European Tour (skammst.: LET).
Hún er 2. íslenski kvenkylfingurinn, sem hefir afrekað það, eftir 5 erfiða hringi á lokaúrtökumóti í Marokkó.
Þar var spilað á tveimur keppnisvöllum: Samanah vellinum og Amelkis vellinum.
Ólafía Þórunn lék samtals á 4 undir pari, 356 höggum (74 69 73 71 69).
Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti LET í Marokkó með því að SMELLA HÉR:
Lokahringurinn var leikinn á Samanah vellinum og þar náði Ólafía Þórunn öðru glæsiskori sínu í mótinu og lægsta hring í mótinu 3 undir pari, 69 höggum, en hún fékk 4 fugla og 1 skolla og hafnaði jöfn öðrum í 25. sæti, en þær sem voru í 30. sæti eða jafnar í því sæti tryggðu sér keppnisrétt á LET 2016. Stórglæsilegt!!!
Sáralitlu munaði að henni tækist að komast inn á LET í frumraun sinni í fyrra, en fram að lokaúrtökumótinu í ár, hefir Ólafía Þórunn verið við æfingar í Þýskalandi og spilað á LET Access mótaröðinni.
LET er 2. sterkasta kvenmótaröð í heimi, aðeins hin bandaríska LPGA mótaröð þykir standa LET framar þannig að ljóst sé hversu mikið afrek þetta er hjá Ólafíu Þórunni.
Þetta er stór dagur, ekki aðeins fyrir Ólafíu Þórunni, heldur einnig íslenskt kvennagolf. Aðeins 1 sinni áður hefir íslenskum kvenkylfingi tekist að komast í raðir þeirra bestu í Evrópu og spila á LET, en það var Ólöf María Jónsdóttir, GK.
Við getum öll verið ofboðslega stolt af Ólafíu Þórunni.
Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur og óskar velfarnaðar á komandi keppnistímabili LET 2016!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
