Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2011 | 08:00

Ólafía Þórunn keppir á Windy City Collegiate Championship, sem hefst í dag 3. okt.

Í dag hefst Windy City Collegiate Championship, í bandaríska háskólagolfinu.  Þátttakendur eru lið 15 háskóla og 81 einstaklingur. Meðal keppenda er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest.  Ólafía Þórunn er í 3. hollinu, sem fer út á mótinu, sem ætti að vera gott. Hún fer út kl. 12:48 að íslenskum tíma.

Spilað er í Glen View Club í Illinois, en sjá má heimasíðu klúbbsins með því að smella HÉR: 

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar og Wake Forest HÉR: