Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 18:00

Ólafía Þórunn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.

Hún er komin til Indlands og tjáði sig m.a. um síðasta mót sitt í Abu Dhabi, þar sem hún var í forystu fyrstu tvo keppnisdagana en hafnaði síðan í 26. sæti.

Ólafía Þórunn sagðist hafa verið meðvituð um að verið væri að fylgjast með henni hér heima á Íslandi.

Margt fleira áhugavert og skemmtilegt kom fram í viðtalinu.

Hlusta má á viðtalið með því að SMELLA HÉR: